knitbysteinUNN

Haustgola

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Þegar kólna fer á haustin er gott að geta farið í hlýja og notalega peysu sem nær vel niður á læri. 

Peysan er með rúllukraga, sem þó má sleppa, víðum ermum og þröngu ermastroffi. Hún hentar sérlega vel yfir leggings eða sokkabuxurnar og góðir kuldaskór toppa svo dressið.

Peysan er prjónuð í hring, ofan frá og niður. Auðvelt er að stjórna síddinni á peysunni með því að fækka eða fjölga munsturumferðum, eða hafa stroffið örlítið styttra eða lengra en gefið er upp í uppskrift.

Stærðir: 6-9 mán, 1, 2, 3, 4, 5-6, 7-8, 9-10 ára

Garn: Dale Lanolin eða það garn sem passar prjónafestunni.
200, 200, 250, 300, 300, 350, 400, 450  gr. 

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr.4

Prjónar: Hring- og sokkaprjónar nr. 3 og 4

 Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkun kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar munstrið er sett niður og útaukning/úrtaka prjónuð.