knitbysteinUNN

Steinunn lærði undirstöðuatriðin í prjóni í handavinnukennslunni hjá Öddu í Héró á Laugarvatni á unglingsárunum.

Það var svo mamma hennar sem hjálpaði henni að fínpússa aðferðirnar, hún gaf sig t.d. ekki fyrr en dóttirin var búin að læra að gera fallegan hæl skammlaust. Það var ekki um annað að ræða en að læra þetta í eitt skipti fyrir öll ef það átti að geta rumpað af einu sokkapari eða svo þegar blessuð börnin byrjuðu að kvarta undan kulda. 

Hún er rétt að taka fyrstu skrefin í því að skrifa sínar eigin uppskriftir svo þær eru ekki ýkja margar ennþá, en mun vonandi fjölga til muna á næstu misserum.