EBHprjónar

Húfan hennar Millu

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Falleg húfa í stíl við peysuna, sokkana og vettlingana hennar Millu.

Um húfuna:
Byrjað er á því að gera stroff, munstur og svo er úrtaka. Ef óskað er eftir því að hafa eyru og bönd á húfuna er það gert í lokin.

Stærð og garnmagn:
0-6 mán: 50 gr,
6 – 12 mán: 50 gr 
1 – 3 ára: 100 gr.
3-6 ára: 100 gr.,
6- 8 ára: 100 gr.

Garn:
Dale Lerke, Lanolin eða annað sem passar prjónfestunni.

Prjónfesta:
21 lykkjur/10 cm á prjóna nr 3,5-4

Það sem þarf að nota:
Hringprjónn nr. 3,5, prjónamerki, nál, dúskur,
Knitting mill/snúruvél (er mjög hentug til að búa til böndin en ekki nauðsynleg).


Gert er ráð fyrir eyrnaleppum á 3 minnstu stærðirnar, en það er val
hvers og eins.

 

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“