knitbysteinUNN

Darri eldri

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

 Eftir að barnapeysan Darri kom út í vor var mikið spurt um uppskrift fyrir fullorðna. Mér var ljúft og skylt að verða við þeim óskum. Fullorðins peysan er prjónuð úr grófara garni en barnapeysan og er sérlega smart yfir skyrtur eða ein og sér.

Um peysuna:

Peysan er prjónuð í hring, ofan frá og niður. Mynstur er á framstykki en að öðru leyti er peysan með sléttu prjóni. Tölur á laska setja svo punktinn yfir i-ið.

Stærðir:
XS - S - M - L - XL

Ummál:
93 – 96 – 100102 – 107 cm

Garn:
Bonus Aran, eða sambærilegt.  
400, 400, 500, 500, 550 gr.

Prjónfesta:
18 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Prjónar - ath að velja þá stærð sem gefur rétta prjónfestu
Hringprjónar # 3,5 og 4,5 / 5,0
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,5 / 5,0

Gott að hafa við höndina:
Nokkur prjónamerki
3-4 tölur ef vill

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).