Óskaprjón

Arna peysa

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Peysan Arna er klassísk golla með fallegu munstri niður ermarnar. Hún passar vel bæði med gallabuxum eða við fínni tilefni. Hún er prjónuð úr Alpakka Silke og Tynn Silk Mohair frá Sandnes Garn og er því mjög létt og mjúk. Arna er prjónuð slétt, ofan frá og niður, með laskaútaukningu. Hún er prjónuð fram og tilbaka og eru listar prjónaðir jafnóðum með tölugötum og kantlykkjum. 

Garn: Sandnes Alpakka Silke (50 gr, 200 m), Sandnes Tynn Silk Mohair (25 gr, 212 m)

 Stærðir Ummál í CM Magn í Alpakka Silke í gr. Magn í Tynn Silk Mohair í gr.
XS 84 250 125
S 92 250 125
M 100 300 150
L 108 300 150
XL 115 350 175

 

Til að prjóna Örnu þarf: Sokkaprjóna í st. 3 mm og 3.5 mm, langan hringprjón í st. 3 mm og 3.5 mm (100-120 cm), prjónamerki og tölur.

Prjónafesta er 24:10 á prjónastærð 3.5